Lélegar merkingar

Hér í Reykjavík eru víða afar lélegar merkingar gagnvart ökumönnum. Það er sett upp hraðahindrun og jafnvel gangstétt að, og gangandi vegfarendur halda auðvitað að þarna sé gangbraut, en er svo algjörlega ómerkt gangvart ökumönnum, nema hraðahindrunarmerki. Gamla Hringbrautin meðfram Landsspítala er gott dæmi um götu þar sem gangstéttir liggja að götunni en flest ómerkt gagnvart ökumönnum. Og Álfheimar er gott dæmi um götu með margar hraðahindranir en lélegar merkingar.

Síðan er nýji hjólreiðastígurinn meðfram Suðurlandsbraut sem þverar margar götur á leiðinni og yfirleitt ómerkt gagnvart ökumönnum. Spurning hvort við komum til með að sjá fjölgun á slysum hjólamanna þegar umferð þar eykst. Nema borgaryfirvöld taki sig til og merki betur, vona það alla vega!


mbl.is Ekið á 22 gangandi vegfarendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Örn Óskarsson

Eins undarlegt og það kann að hljóma tóku stjórnendur borgarinnar meðvitaða ákvörðun fyrir mörgum árum að hætta að merkja flestar gangbrautir til að AUKA öryggi gangandi vegfarenda. Það var gert á þeim forsendum að merktar gangbrautir veittu of mikið falskt öryggi fyrir gangandi.

Ef maður horfir svo á þær "gangbrautir" sem eru gerðar eru þær látnar líta út fyrir gangandi eins og gangbrautir, á meðan bílstjórar hafa ekki hugmynd um að þarna sé gert ráð fyrir þverun gangandi umferðar. Eins og t.d. gamla Hringbrautin.

Ég get bara ekki með nokkru móti skilið hvernig það eykur öryggi gangandi.

Vandamálið er ekki eins stórt í nágrannasveitafélögunum eða á Akureyri. Þar eru mikið fleiri vel merktar gangbrautir og ekki er hægt að sjá að slys séu algengari þar.

Ég vona svo að það eigi eftir að merkja hjólastíginn sem þú nefnir betur því hann er í raun tifandi tímasprengja eins og hann er núna. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær hjólreiðamaður verður ekinn niður á honum.

Baldur Örn Óskarsson, 23.12.2012 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Hreinsson
Kristján Hreinsson

kerfisfræðingur, ferðamaður og ljósmyndari, áhugamaður um flug, aðdáandi kóalabirna, og trú á frelsi einstaklingsins umfram boð og bönn

flakkari.net

Nýjustu myndir

  • Ellidardalur2439
  • Í kömbum
  • Fjallsjokull
  • Fjallsjokull26050016
  • Dreifing3310003

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband