Prófkjör í Reykjavík

Á morgun, laugardag, gefst okkur tækifæri til að ákveða í prófkjöri hvaða einstaklingar leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu Alþingiskosningar. Í boði eru 19 frábærir og öflugir einstaklingar sem má treysta til góðra verka á næsta þingi.

 

Nú er lag að hafa áhrif. Og um að gera að fjölmenna á kjörstað og velja þá sem okkur líst best á. Okkar bíður erfitt verk að hreinsa til eftir óstjórn á þessu kjörtímabili. Og hefja hér á landi nýja velferð. Þess vegna þarf öflugan hóp sem fær góða kosningu í vor. Ég vil sérstaklega vekja athygli á framtíðar leiðtoga okkar Hönnu Birnu sem býður sig fram í 1. sæti. Að öðrum kosti verður valið afar erfitt og að öllum líkindum kemur til með að muna mjög litlu á frambjóðendum. Og spenna fram eftir kvöldi á morgun.

 

Kosið er á 5 stöðum frá 9:00-18:00, á eftirtöldum stöðum í Reykjavík:

Ø  Valhöll, Háaleitisbraut

Ø  félagsheimili Mjódd, Breiðholti

Ø  félagsheimili Hverafold Grafarvogi

Ø  félagsheimili Hraunbæ, Árbæ

Ø  Hótel Saga

Allar nánari upplýsingar um prófkjörið og frambjóðendur má finna á xd.is

 

Ég vil hvetja alla Sjálfstæðismenn til að fjölmenna á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband