13.4.2012 | 23:06
Elliðaárdalur
Ég skellti mér á stofnfund Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins í gærkvöldi. Þetta var fjölmennur fundur sem haldinn var í félagsheimili Orkuveitunnar. Fyrst talaði Stefán um dalinn og minntist á fyrstu gróðursetningu í dalnum og skíðabrekku. Þá kom Björn og ræddi um skipulagsmál dalsins, þörf á því að afmarka dalinn greinilega en einnig um að þétta byggð að dalnum sem mér líst ekkert of vel á, spurning hvenær verður stoppað. Þá var kosinn stjórn og gengið frá lögum félagsins.
Ég hef alltaf haft gaman af að ferðast um Elliðaárdalinn, hjóla þar reglulega á sumrin er maður tekur smá túr kringum Breiðholtið. Og á veturna er gaman að ganga um svæðið. Það er orðið merkilega þéttur skógur þarna, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem er mikil breyting frá því er hverfið var að byggjast upp og maður lék sér þarna í indíanagili og fleiri stöðum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.