Gott að vera löghlýðinn og kominn á sumardekk!!

Var einmitt að fara heim seint í gærkvöldi í Breiðholti. Stoppa við rautt ljós, þá rennur einn framhjá mér og út á mið gatnamót áður en hann nær að stoppa. Heppinn að ekki voru margir á ferð. Stuttu seinna horfði ég á einn saltara renna yfir gatnamót á rauðu ljósi einnig. Sá reyndar ekki hvort hann gerði tilraun til að stoppa.

Það er nokkuð ljóst að áróður gatnayfirvalda í borginni er að virka. Og menn farnir að keyra í miklu meira mæli á sumardekkjum allan ársins hring. Það er bara heppni að ekki verða stórslys af. Mætti lögreglan gera miklu meira af að sekta vanbúna bíla til vetraraksturs og jafnvel taka af þeim númerin.


mbl.is Jólasnjór í apríllok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Stefánsson

Það er náttúrulega ekki neitt vit í því að vera á sumardekkjum allt árið, en samt heldur engin ástæða að vera á nagladekkjum vegna þess að þau eru mjög ofmetin af fólki.

Úrvalið af naglalausum vetrardekkjum er mjög gott og þau á fólk að nota.

Stefán Stefánsson, 25.4.2011 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband