30.3.2011 | 22:26
Þjófnaður fyrirtækja
Eins og flestir vita breyttist innheimta fasteignagjalda núna. Var þeim skipt í tvennt (og hækkað í leiðinni) hluti hjá Reykjavíkurborg og hluti hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ég veit ekki hvort Orkuveitan þolir meira mótlæti en viðskiptahætti þess er ekki hægt að kalla annað en þjófnað. Fékk ég frá þeim tilkynningu um greiðslu vatns- og fráveitugjalds, 9 nokkuð jafnar greiðslur, með fyrstu greiðslu 2. feb. sem ég greiddi í byrjun mars. Það var ekki vandamálið. Önnur greiðsla var með gjalddaga og eindaga 2. mars og greiddi ég það 22. mars, en viti menn þá var kominn 950 kr. kostnaður ofan á gjaldið sem hljóðaði upp á 4.912 kr. það gerir tæp 20% álagning. Það vildi svo skemmtilega til að daginn eftir fékk ég bréf frá Momentum dagsett 16. mars, 14 dögum eftir gjalddaga um kostnaðinn.
Ég hringdi náttúrlega í Orkuveituna og kvartaði. Þar var mér tjáð að álagið (tæp 20%) væri lagt á eftir 11 daga, en vegna mikilla kvartana hefði verið ákveðið að lengja það í 20 daga. Þetta er náttúrlega fín leið til að reyna að rétta fjárhaginn af. Bara nógu háa álagningu.
Þetta er ekki eina dæmið því miður. Mér varð það á að panta nokkrar bækur og diska frá Amazon rétt fyrir jól. Fékk ég sendinguna í janúar með Íslandspósti. Þegar ég panta bið ég um að fá sem fæsta pakka, vill helst bara einn. Amazon sendi þetta hins vegar í tvennu lagi, bækur og diska saman í einum pakka og eina bók rúmri viku síðar. Íslandspóstur leggur hins vegar á Tollmeðferðargjald, kostnað við að reikna út gjöld á vörur, en þeir fá einnig greiddan kostnað sem Amazon rukkar mig um, flutningskostnað. Af þessari einu bók sem kostaði um 2000 kr. var því aukalega 550 kr. tollmeðferðargjald, einnig rúmlega 20% álagning.
Það er synd að maður geti ekki skipt við önnur fyrirtæki. Hér vantar greinilega samkeppni. Þetta er því miður alltof einkennandi fyrir semi-opinber fyrirtæki í einokunaraðstöðu. Nýta sér okurfyrirtæki eins og Momentum eða leggja á einhver ímynduð gjöld fyrir ímyndaðan kostnað. Þetta er ekkert annað en þjófnaður.
Af mbl.is
Innlent
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
- Einn fluttur á slysadeild: Miklar umferðartafir
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
Erlent
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.