27.5.2010 | 23:18
Ríkisvæddir stjórnmálaflokkar
Er það það sem við viljum að stjórnmálaflokkar séu reknir af ríkinu?
Í mínum huga er þetta ekkert annað en nornaveiðar. Nornaveiðar tíðkuðust á miðöldum, þá vissi fólk ekki betur. Nornaveiðar virðast stundaðar nú án markmiðs. Eða hvað? Er kannski markmiðið með þessum upphrópunum um afsögn hinna og þessa, vegna styrkja sem þeir fengu, hluti af þeirri ríkisvæðingu sem er í gangi núna?
Í Fjárlögum fyrir árið 2010 undir Fjármálaráðuneyti og liðnum Ýmislegt er getið um Framlög til stjórnmálasamtaka og hljóðar hann upp á 371,5 milljónir króna. Það gerir tæpar 6 milljónir á hvern þingmann.
Auðvitað má segja að styrkirnir sem veittir voru árin 2006 og 2007 voru nokkuð háir. Einstaklingar og fyrirtæki eiga að styrkja þessa aðila. Aðalatriðið finnst mér er að allir styrkir til stjórnmálaflokka og -manna, yfir ákveðinni upphæð, séu gefnir upp. Og ríki og sveitarfélög séu ekki að borga framlög til stjórnmálaflokka. Við veljum síðan þá frambjóðendur sem við viljum í prófkjöri eða strikum yfir í kosningum.
P.S. Munið að kjósa rétt :)
Eftirsjá af Steinunni Valdísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
X-Æ
Sigurður Haraldsson, 27.5.2010 kl. 23:28
X-Tra.
f (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.