Fólk borgar skatta!

Þarna stendur "Ekki standi til að leggja nýja skatta á fólk eða fyrirtæki". Á þá að fara að leggja aukna skatta á ríki og sveitarfélög?

Það er nú einu sinni þannig að þegar skattar eru lagðir á eða hækkaðir þá leiðir það til hærra verðlags hjá þeim fyrirtækjum sem borga skattinn eða minna fjármagns hjá þeim einstaklingum sem borga skattinn. Hærra verðlag hjá fyrirtækjum lendir á almenningi að borga sem þýðir að hærri skattar lenda alltaf á almenningi.

Það væri ágætt ef menn hættu að reyna að vera með svona skrautbúning utan um hluti og orða þetta eðlilega.

Aðal vandamálið sem við stöndum frammi fyrir í dag eru okurvextir Seðlabanka, sem hafa verið við lýði í næstum 5 ár. Þessum okurvöxtum tókst með hjálp áhættusækinna bankamanna og alþjóðlegra fjárhættuspilara að setja allt á hvolf. Þrátt fyrir tíðar breytingar á Seðlabankastjóra hefur nánast enginn breyting orðið á vöxtum bankans.


mbl.is Skattar eiga að hækka um 11 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orðalagið er áhugavert "Ekki ... nýja skatta á fólk og fyrirtæki". Þetta þýðir í mínum huga að núverandi skattar verða hækkaðir! Er furða að traust á alþingi sé um 10% þegar allt sem sagt er má túlka á ótal vegu! Nafni minn BVG er örugglega mesti fávitinn á þingi, þegar hann segir að eitthvað sé gott þá er öruggt að það sé vont og þegar hann segir að eitthvað sé vont þá er öruggt að það sé gott, ömulegt að þessi maður skuli vera í fjárlaganefnd.

Björn (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband