Hvað er milljarður?

Eiga ekki allir milljarð kr. á lausu. Er milljarður kr. ekki bara smápeningar sem allir eiga. Eitthvað sem hægt er að hrista fram úr erminni. Stjórnmálamenn tala þannig að hlutir kosti „bara“ nokkra milljarða. En hvað er milljarður?  Í tölum er það 1.000.000.000 kr. sem er sama og 1.000 milljónir kr., til að fækka aðeins núllunum. Ef við tökum, sem dæmi meðaleinstakling sem hefur 500.000 kr. útborgaðar á mánuði. Þá er þessi einstaklingur ekki nema tæp 167 ár að safna fyrir 1 milljarði kr., ef hann þarf ekki að borga neitt annað og fær enga vexti. Það tekur sem sagt smá tíma ef maður er einn. Ef við reynum aðeins að fjölga í hópnum þá þarf ekki nema 2.000 þannig einstaklinga til að fá 1 milljarð kr.

 

Við skulum sleppa því að horfa á einstakling og horfa á mannfjölda. Þá hlýtur þetta að fara að gerast. Samkvæmt Hagstofu voru íbúar Reykjavíkur 135.688 þann 1. janúar 2022 og íbúar höfuðborgarsvæðisins voru 240.368. Þegar talað er um höfuðborgarsvæðið er átt við alla íbúa Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Ef við tökum þennan milljarð og deilum honum á alla íbúa Reykjavíkur, þá er það ekki nema 7.370 kr. á mann, bæði unga sem aldna. Og miðað við höfuðborgarsvæðið yrði það um 4.155 kr. á mann. Það er nú ekki svo mikið á hvern.

 

Ef við förum nú að skoða ýmsan kostnað þá er hlutur Reykjavíkur í rekstrarkostnaði Hörpu ekki nema 0,5 milljarðar kr., það gera 3.685 kr. á hvern einstakling á ári. Ríkið er einnig að borga 0,5 milljarða kr. árlega.

 

Nú vandast málið aðeins þegar maður fer að skoða Borgarlínu verkefnið. Það virðist erfitt að finna haldbærar tölur fyrir það. Eins og menn hafi eitthvað að fela þar. Fyrsta framkvæmdalota þess, 14 km, frá frá Ártúnshöfða niður í miðbæ, yfir Fossvog og í Hamraborg, hefur áætlaðan heildarstofnkostnað upp á 24,9 milljarða kr.. Og þá vantar rekstrarkostnað. Þessum kostnaði deilt niður á borgarbúa gefur 183.509 kr. sem dreift á 5 ár, gefur 36.701 kr. á einstakling á ári auk rekstrarkostnaðar og fargjalda, sem við vitum ekki. Og þetta er bara fyrsti hluti af 6.

 

Einhvers staðar fann ég það að árið 2040, ætti Borgarlínan að vera orðin 40 km og heildarkostnaður þá 70 til 150 milljarðar kr. Ef við skiptum þessari upphæð niður á íbúa alls höfuðborgarsvæðisins, og reiknum með meðaltalinu 110 milljarðar kr., þá gefur það 457.118 kr. á hvern einstakling. Ef við reiknum nú með að þessi upphæð skiptist jafnt á 17 ár þá er það 26.889 kr. á ári. En nú eru ekki allir stakir svo við skulum reikna með 4 manna fjölskyldu, það gefur þá 107.556 kr. á fjölskyldu á ári auk rekstrarkostnaðar og fargjalda, sem við vitum ekki.

 

Þetta er nú ekki svo há upphæð segja menn, eigandi von á hágæða strætisvagnakerfi. Ætli fólk borgi svo líka farmiða upp á 500 kr. fyrir hverja ferð, eða verður kostnaðurinn eithhvað margfalt hærri að því þetta er svo fínt. Auk þess sá ég í einu skjalinu að óvissa í upphæðum væri um 40%. Og eins og við vitum eru útreikningar hins opinbera og sveitarfélaga þekkt fyrir að fara fram úr áætlunum. Ég held við ættum ekki að treysta stjórnmálamönnum sem tala frjálslega um upphæðir. Tala nú ekki um ef menn vilja ekki ræða kostnað yfir höfuð eða birta hann ekki. Kannski er ég bara svona neikvæður að finnast þetta mikil upphæð.

 

Kjósum ekki stjórnmálamenn sem lofa einhverjum glansmyndum, en tala aldrei um kostnað eða fjármögnun við þær.


Um fjölmiðla

Ég ákvað að senda smá grein á Skoðun hjá Vísi. Örlitla athugasemd um fjölmiðla. Það leið tæp vika og ekkert svar. Þá hringdi ég í Vísi og kannaði málið. Viðkomandi sagðist ætla að skoða það og hafa samband. Seinna fékk ég tölvupóst þar sem eftirfarandi kom fram:

“Við sjáum okkur ekki fært að birta greinina þar sem við teljum hana ekki standast kröfur okkar um sannleiksgildi staðhæfinga. Þannig höfum við á Vísi og BBC, sem þú tiltekur í greininni, fjallað heilmikið um mótmælin í Kanada.”

Með fylgdi linkur á lista af fráttum á Vísi. Ég fann þessar 10 greinar um mótmælin í Kanada, dagsetning og tími fremst:

  • 31.1 20:23- Trudau ósáttur
  • 02.2 23:53- Lögreglan í Ottawa
  • 07.2 06:51- Neyðarástandi lýst yfir
  • 10.2 22:46- Bílaframleiðendur skella í lás
  • 12.2 08:03- Vörubílstjórar mótmæla enn
  • 12.2 23:48- Vinna að því að fjarlægja mótmælendur
  • 15.2 07:47 - Munu geta fryst bankareikninga
  • 17.2 23:40 - Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum
  • 18.2 07:47 - Leiðtogar mótmælanna handteknir
  • 20.2 17:02 - Vill selja bíla mótmælenda

Þannig að ég hef ekki alveg rétt fyrir mér í greininni. Það voru örfáár fréttir um vörubílstjórana, 10 fréttir á tæpum mánuði. Ég mundi aldrei kalla það heilmikla umfjöllun um málefni. Og ég segi og stend við það örfáar fréttir, skrifaðar seint að kvöldi eða snemma morguns og hverfa því sjónum þeirra sem skoða fréttir að degi til. Ég prófaði að leita að fréttum um Úkraínu fyrir svipaðan tíma, þær voru mörgum sinnum fleiri. Og það áður en ráðist var inn. Það er reyndar einkennandi fyrir þessar fréttir að þær eru allar á sömu nótum, nánast eins og fréttatilkynning frá Trudau. Það er ekkert fjallað um hlið vörubílstjóranna.

Því miður er þetta það sem fjölmiðlar gera. Segjast fjalla um hluti en gera það á mis áberandi hátt. Setja sumar fréttir alltaf sem fyrstu frétt, eða á forsíðu. Segjast fjalla um allt og vera hlutlausir, en birta sumar fréttir alltaf síðast í fréttatímanum, eða í lítilli klausu inn á milli auglýsinga.

Ég stend við það sem ég segi í greininni. Og vona að með smá gagnrýni muni blaðamenn reyna að hysja upp um sig buxurnar og fara að segja fréttir en ekki flytja fréttatilkynningar.

Hér er greinin sem var ritskoðuð á Vísi, af fréttamönnum sem þola ekki gagnrýni.

 

Daprir fjölmiðlar

Nú stendur til að mótmæla því að einhverjir blaðamenn séu kallaðir í yfirheyrslu. Þetta eru blaðamenn af fjölmiðlum sem hafa staðið sig illa. Það er ýmislegt betra sem hægt væri að mótmæla, eins og ríkisrekstur fjölmiðla, einhæfni fjölmiðla, áróðri fjölmiðla, þöggun fjölmiðla o.fl. mætti tína til.

Það er áberandi sá gegndarlausi áróður fjölmiðla sem staðið hefur yfir núna í tæp tvö ár. Byrjaði með hlýðum Víði, og hélt svo áfram. Birtar tölur um fjölda smitaðra í hverjum einasta fréttatíma og alltaf í upphafi fréttatíma. Einhliða fréttatilkynningar sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra lesnar upp, og ekki nokkur athugasemd frá fréttamanni. Þeir kalla sig fjórða valdið á hátíðisdögum. En ég held þeir ættu að þegja um það framvegis, ef ekki verður breyting á. Ef einhver gagnrýnistónn heyrðist var reynt að þagga það niður. Eða gert lítið úr viðmælanda.

Nú standa yfir í Kanda mótmæli vörubílstjóra vegna covid aðgerða á landamærum. Þeir hópuðust til Ottawa til að mótmæla. Einhver fjölmennustu mótmæli þar, lokuðu landamærum í nokkra daga. En ekki múkk um þetta í fjölmiðlum. Þetta ætti að vera það mál sem mest er fjallað um í dag. Ríki sem við teljum lýðræðisríki beitir þegna sína einræðis tilburðum. Ég hef séð smá grein um mótmælin á mbl.is og frettin.is og síðan var Aljazeera með frétt um daginn. Annars eru fjölmiðlar hljóðir. Mannréttindabrot Trudau eru víst ekkert spennandi. Ekki múkk í fjölmiðlum eins og Vísi, Bylgjan, Kjarninn, BBC og Sky. Fjölmiðlar sem héldu ekki vatni yfir því þegar stelpa flæktist um og mótmælti fyrir nokkrum árum. Þá var verið að fjalla um þeirra uppihald hræðsluáróður um loftslags breytingar. Vita menn ekki að það var hlýrra á landnámsöld. Og loftslags breytingar hafa verið að gerast í milljónir ára, kólnun og hlýnun á víxl.

Við höfum séð árangur af ríkisrekstri fjölmiðils í fjölmörg ár. Steingeldur fjölmiðill sem flytur ekkert nema áróður um aukinn ríkisrekstur. Og svo gerist það núna, á vakt Sjálfstæðisflokksins, að restin af fjölmiðlum er sett undir ríkishattinn. Dælt í þá skattpeningum og við sjáum árangurinn. Þeir hlýða ríkisvaldinu.

Hvað er hægt að gera? Blaðamenn þurfa að fara að vakna og segja fréttir í stað þess að birta bara fréttatilkynningar. Þeir þurfa líka að fara að spyrja gagnrýnna spurninga, eins og af hverju, hvers vegna. Og ekki birta fréttir nema fá svar frá viðkomandi, eða geta þess að viðkomandi vilji ekki svara. Oft þegar menn vilja ekki svara eru þeir að fela sannleikann. Þá þarf að taka þetta ríkisrekna nátttröll og einkavæða það. Ríkið getur boðið út þá þáttagerð sem það vill og telur þurfa vegna menningar hlutverks. Það þarf ekki að framleiða og flytja á ríkisreknum fjölmiðli.

Ég veit við eigum góða fréttamenn sem segja uppbyggilegar fréttir, sem má finna á stöðvum eins og t.d. N4, og einstaka aðilar á Stöð 2. Það er reyndar merkilegt að flestir þeirra eru að segja fréttir af landsbyggðinni.

Höfundur er tölvunarfræðingur. 


Hvað með 1968?

Var ekki skjálfti 1968 upp á 6 stig á Reykjanesi?

Hann er stærri en þeir sem komnir eru núna


mbl.is Næstum öld liðin frá stærsta skjálftanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir að skrifa undir

Allar upplýsingar má nálgast hér ellidaardalur.is

Einnig er hægt að skrifa undir hjá Þjóðskrá https://listar.island.is/Stydjum/56 

Þá er einnig hægt að mæta í Mörkina 4, kl. 16-18


mbl.is Deilt um þróunarreit við Elliðaár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartur himin

Ég var að lesa bókina Lassoing the sun. Hún fjallar um heinsókn í nokkra þjóðgarða Bandaríkjanna. Eitt atriði sem fjallað er um í bókinni er dark skies, svartur himin. Nú eru menn farnir að spá í að geta verið í þjóðgörðum og notið þess að vera í myrkri, án þess að sjá ljósskimu frá nálægum stöðum. Eru til samtök sem kallast IDA - International Dark sky Association og hafa þau sett fram markmið fyrir þjóðgarða til að fara eftir sem er m.a. lýsingarplan, ákveðnar stjörnur sjáist með berum augum og birta sé 21.2 mpsa (ljóseining).

 

Það er ekki langt fyrir okkur Íslendinga að fara til að geta komist í myrkur. Kannski 10-20 mín akstur út fyrir bæinn. Ég tek mikið af ljósmyndum og hef stundum skotist út fyrir bæinn til að taka næturmyndir, eins og af norðurljósum. Og spái þess vegna oft í lýsingu. Upp í bústað í Grímsnesi sér maður t.d. bjarma frá ljósum í Hveragerði við norður endann á Ingólfsfjalli.

 

En hvers vegna að þurfa fara eitthvað út fyrir bæinn. Er ekki hægt að njóta myrkurs og horfa í svartan himin í bænum? Við höfum stórt svæði í bænum, Elliðaárdal og þar þarf ekki að gera mikið til að hægt sé að njóta myrkurs í miðri borg. Aðeins að skerma af ljós við næstu umferðaræðar og endurskoða lýsingu í dalnum. Það yrði örugglega mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

 

En nei, nú skal lýsa upp allan dalinn með gróðurhúsi, þannig að þegar þú stendur við göngubrúna yfir að Kermóafossi og ætlar að njóta myrkurs þá blasir við 20 metra hár upplýstur glerhjúpur. Svo hægt sé að vera inni og njóta framandi gróðurs.

 

Nú stendur yfir undirskriftasöfnun vegna breytinga deiliskipulags við Stekkjarbakka Þ73. Nánari upplýsingar má finna á ellidaardalur.is eða hitta okkur í Mörkinni 4 kl. 16-18 virka daga. Undirskriftasöfnunin stendur til 28. febrúar.


Hatursorðræða vs. skoðun

Jón Valur ákærður fyrir að hafa skoðun á Samtökunum 78. Hljómar fáranlega, en er það sem við búum við á Íslandi árið 2016. Maður hefði kannski búist við svona á miðöldum þegar konum var hent í vatn í bunkum fyrir villutrú!!!

Ég er ekki alltaf sammmála Jóni, en er þó sammála honum í þessu, ég sé ekki hvers vegna þessum samtökum er boðið í skóla með sínar þröngsýnu skoðanir meðan kirkjunni, skátum og íþróttafélögum er úthýst, félög sem hafa þó eitthvað uppbyggilegt fram að færa fyrir nemendur.

Það er reyndar merkilegt við lestur fréttarinnar að það kmeur ekkert fram fyrir hvaða greinar er ákært, það á kannski eftir að semja þær? Þessi ákæra sýnir líka út í hvaða vitleysu við erum komin. Við ættum að muna Voltaire sem sagðist geta verið ósammála mönnum en myndi verja rétt þeirra til að tjá sig óendanlega.

Þetta er spurning um tjáningarfrelsi. Viljum við að Samtökin 78 svipti okkur því í nafni réttrúnaðar.


mbl.is Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipulagsslys eða hvað?

Það eru nokkrar spurningar sem vakna við þetta skipulag. Hvað t.d. með Sundabraut? Er búið að ákveða hvar hún verður, væntanlega öðru hvoru megin við hverfið. Og hverfið þá lokað af af tveimur stórum aðalgötum. Sæbrtaut á þessum kafla er yfirleitt stífluð á morgnana og seinni part dags. Þá er nú fínt að fá slatta af nýjum íbúum þar í viðbót í biðröðina, ef fólk kemst þá út úr hverfinu.

Það þyrfti allavega samhliða þessari uppbyggingu að huga að umferðarmálum svæðisins og þá sérstaklega við Skeiðarvog og Holtaveg að Sæbraut. Spurning hvort ekki væri rétt að stefna að mislægum gatnamótum við önnur hvor gatnamótin og beina umferðinni þá þangað. Auk þess þyrfti að byrja framkvæmdir við Sundabraut, svo tilvonandi íbúar hverfisins vita hvað þair eru að kaupa.


mbl.is 1.100-1.300 íbúðir í Vogabyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæfir mótmælendur

Vanhæfir mótmælendur gera lítið úr þjóðhátíðardegi íslendinga. Þetta er gagnrýni á Jón Sigurðsson og Hannes Hafstein, sem börðust fyrir eigin stjórn, frelsi og lýðveldi Íslands. Þetta er táknræn athöfn sem fram fer á Austurvelli ár hvert, sem nú er gert lítið úr.

Hér er kosið á um það bil fjögurra ára fresti. Og það fólk sem nú mótmælir er enn tapsárt frá síðustu kosningum. Svipað og gerist í fótbolta og maður kennir dómara eða rokinu um tap liðsins. Síðasta ríkisstjórn, ein vanhæfasta ríkisstjórn sögunnar, undir stjórn Jóhönnu og Steingríms J. innleiddi nýja tegund stjórnmála, sem fólst í að eyðileggja allt sem áður hafði verið gert og reyna að koma á einhverju nýju skipulagi. Þessu mótmæltu kjósendur í síðustu kosningum og kusu nýja og betri stjórn sem hefur nú snúið við blaðinu og kemur hlutum í betra horf. Það sýna allar tölur. Skattar eru lækkaðir, vörugjöld og tollar afnumdir og fólk hefur meira milli handanna. Um það verður kosið í næstu kosningum.

Til hamingju með 71 árs afmæli lýðveldisins og 111 ára afmæli heimastjórnar.

Gleðilega þjóðhátíð


mbl.is Púað á Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabanki hefur ekki lært af hruni

Seðlabankinn kominn með sömu stefnu og fyrir hrun, að hækka vexti. Við vorum með hæstu vexti miðað við nágrannalönd okkur, sem eru með vexti einhvers staðar í kringum nullið. Og ætlum okkur að halda því. Ótrúlegt að þessi sami banki sem tendraði erlenda lánasöfnun landsmanna og tældi hingað erlenda fjárfesta í hrönnum fyrir 2008 skuli ekkert hafa lært. Og að engu skuli hafa verið breytt til batnaðar hjá bankanum er ótrúlegt. Því fyrr sem við losum okkur við þennan banka því betra fyrir íslenskt efnahagslíf.

Hvað þýðir þessi vaxtahækkun eiginlega. Jú, verðtryggðu lánin sem Seðlabankastjóri hefur talað um að þurfi að draga úr hljóta nú að aukast í vinsældum. Þeir sem voru svo vitlausir að taka óverðtryggð lán sitja nú í súpunni, þegar Seðlabankinn fer af stað í sína vaxta hækkunarhrinu.

Þetta þýðir líka það að þvert á áætlun bankans um að tryggja stöðugt verðlag þurfa þeir sem taka eða eru með lán að hækka vöruverð hjá sér vegna hærri vaxtakostnaðar. Heimilin í landinu þurfa sjálfsagt að herða sultarólina og greiða meira til bankanna. Milljarðagróði bankanna hins vegar eykst og þeir geta borgað hærri bónusa, sem fer beint út í verðlag.

Nú er loksins byrjað að losa um fjármagnshöftin. Ég bíð spenntur eftir að geta tekið erlent lán með smá gjaldeyrisáhættu og vera laus við þá áhættu sem fylgir Seðlabanka Íslands.

 


mbl.is Hækka stýrivexti bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki röng forgangsröðun

Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Enda er þetta samkvæmt stefnunni að koma bílaumferð úr borginni. Það er búið að reyna að þrengja götur, fækka bílastæðum og semja um það að engar gatnaframkvæmdir verði í borginni næstu 10 ár. Nú er ný aðferð notuð, með því að nota verri efni í göturnar, og draga saman í viðhaldi og vísvitandi skemma bíla þeirra sem ferðast um borgina. Ætlunin er að útrýma bílnum úr borginni með góðu eða illu. Það er spurning hvort fólkið fari ekki líka og hér verði draugabær eftir.

Það er ein leið til að breyta þessu og það er að kjósa aðra flokka en þá sem nú eru við stjórn borgarinnar í næstu kosningum.


mbl.is Röng forgangsröðun veghaldara?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband