Skipulagsslys eða hvað?

Það eru nokkrar spurningar sem vakna við þetta skipulag. Hvað t.d. með Sundabraut? Er búið að ákveða hvar hún verður, væntanlega öðru hvoru megin við hverfið. Og hverfið þá lokað af af tveimur stórum aðalgötum. Sæbrtaut á þessum kafla er yfirleitt stífluð á morgnana og seinni part dags. Þá er nú fínt að fá slatta af nýjum íbúum þar í viðbót í biðröðina, ef fólk kemst þá út úr hverfinu.

Það þyrfti allavega samhliða þessari uppbyggingu að huga að umferðarmálum svæðisins og þá sérstaklega við Skeiðarvog og Holtaveg að Sæbraut. Spurning hvort ekki væri rétt að stefna að mislægum gatnamótum við önnur hvor gatnamótin og beina umferðinni þá þangað. Auk þess þyrfti að byrja framkvæmdir við Sundabraut, svo tilvonandi íbúar hverfisins vita hvað þair eru að kaupa.


mbl.is 1.100-1.300 íbúðir í Vogabyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Myndir 1-9 sýna hvaða þróun gæti orðið með nýjum Landspítala og samgöngumiðstöð á Höfðanum, skoðið myndirnar fram og til baka.

Það á að loka fyrir bestu og ódýrustu leiðinni með Sundabraut, en jarðgöng frá Gufunesi yfir í Holtagarða eru margfalt dýrari og verða sennilega aldrei gerð.

Sturla Snorrason, 22.1.2016 kl. 22:59

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvernig dettur þér í hug að nefna mislæg gatnamót svona opinberlega. Þú gætir átt á hætti að vera talinn til öfgamanns fyrir svona svívirðilegan hugsanahátt, ef ekki hryðjuverkamanns!

Auðvitað verða bara lagðir fleiri reiðhjólastígar fyrir væntanlega íbúa þessa hverfis. Og síðan verður bara sett upp auka umferðaljós á stofnæðarnar, svo reiðhjólafólkið komist yfir þær, væntanlega stillt þannig að hjólaumferðin fá grænt ljós í nokkrar mínútur og bílaumferðin í nokkrar sekúndur, svona rétt til að einn bíll komist yfir í einu.

En að öllu gamni slepptu, þá er magnað hvernig þessum borgarstjórnarmeirihluta tekst að klúðra hverju málinu af öðru. Það er ætt af stað án alls samráðs við kjósendur, enda eina gagnið af þeim í kosningum. Misvitrir borgarfulltrúar krefjast þess að embættiskerfið hlíti þeirra boðum og bönnum, enda einkenni misvitringa að telja sig mesta og besta og þeim er útilokað að taka ráðum.

Borgarbúum er þó varla vorkunn. Þeir kusu þessi ósköp yfir sig í síðustu kosningum, þrátt fyrir að á borðinu lægi fjögurra ára dómur um getuleysi þessa fólks.

Gunnar Heiðarsson, 23.1.2016 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband