Breytum fasteignagjaldinu

Við þessa breytingu hefði mátt breyta fasteignagjöldunum með því að taka út eða lækka tunnugjaldið og leyfa fólki að velja það fyrirtæki sem það vill skipta við.

Nei, þess í stað eru nú allir að segja upp tunnum hjá einkaaðilum, rekstur borgarinnar eykst og samkeppni minnkar. Það mun svo auðvitað leiða til hærri kostnaðar fyrir fasteignaeigendur í framtíðinni.

Það er ágætt ef fólk flokkar strax það rusl sem frá því gengur. En best væri ef fólk breytti neysluvenjum sínum. Minnkaði t.d. notkun á pappír með því að afþakka allan ruslpóst. Ég er með póstlúguna merkta þannig en samt kemur alltaf af og til Fréttatíminn og Fréttablaðið. Spurning hvort viðkomandi aðilar sem dreifa blaðinu kunni ekki að lesa.


mbl.is Rúmlega 200 tunnur skildar eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband